Hæft til að fara með hlut í Borgun

Landsbankinn seldi 31,2% hlut sinn í Borgun í lok nóvember.
Landsbankinn seldi 31,2% hlut sinn í Borgun í lok nóvember. Kristinn Ingvarsson

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Borgun slf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf., sem nemur 25 prósentum. Félagið á sem stendur á sem stendur 24,96% eignarhlut í Borgun hf.

Lands­bank­inn seldi 31,2% eign­ar­hlut sín­um í Borg­un hf. í lok nóvember til félagsins Borgun slf., en sölu­verðið var 2.184 millj­ón­ir króna. 

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, kallaði á sérstaka athugun á sölunni og benti á að hlut­ir Lands­bank­ans í Borg­un hefðu átt að fara í opið söluferli þar sem Landsbankinn sé í eigu ríkisins og að regl­ur gildi um sölu á þeim eign­um. Þá sagði hann að undarlegt væri að kaupandinn væri félag með hálfa milljón í eigið fé en félagið Borgun slf, var stofnað þann 23. október sl., eða rúmlega einum mánuði áður en viðskiptin fóru fram.

Fjallað var um söluna á fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar um miðjan desember og sagði Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar, í samtali við mbl að aðilar frá Banka­sýslu rík­is­ins, Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu auk banka­stjóra Lands­bank­ans, Steinþór Páls­son, hefðu komið fyr­ir nefnd­ina og svarað spurn­ing­um um sölu­ferlið.

Margir fjárfestar og félag á vegum stjórnar Borgunar

Samkvæmt frétt Kjarnans um málið eru eigendur Borgunar slf. nokkrir, þ.e. félagið Orbis Borgunar slf., Stálskip ehf., P126 ehf. sem er í eigu Einars Sveinssonar og sonar hans Benedikts Einarssonar, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð er á Lúxemborg. Þá á félagið Pétur Stefánsson ehf. einnig hlut í Borgun slf., en forsvarsmaður þess er Sigvaldi Stefánsson. 

Á eftir þessum stærstu eigendum kemur félagið Vetrargil ehf. með 5,14 prósent hlut og TD á Íslandi ehf. 5,15 prósent. Afganginn eiga AB 426 ehf (2,86%)., þar sem Sigurþór Stefánsson er í forsvari, Eggson ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta Geirfinnsdóttir er í forsvari, Bústoð ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta er einnig í forsvari, Framtíðarbrautin ehf. (4,43%), þar sem B. Jakobína Þráinsdóttir er í forsvari, Iðusteinar ehf., þar sem Magnús Pálmi Örnólfsson er í forsvari, Holt og hæðir ehf., þar sem Sigríður V. Halldórsdóttir er í forsvari, Spectabilis ehf., þar sem Óskar V. Sigurðsson er í forsvari, og Mens Manus ehf., þar sem Hjalti Þ. Kristjánsson er í forsvari.

FME telur Eignarhaldsfélagið Borgun slf. hægt til að fara með …
FME telur Eignarhaldsfélagið Borgun slf. hægt til að fara með 25% virkan eignarhlut í Borgun hf. mbl.is/Hjörtur
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK