Kröfur lækna úr öllu samhengi

Þorsteinn Víglundsson segir hófstilltar launahækkanir skila meiri árangri.
Þorsteinn Víglundsson segir hófstilltar launahækkanir skila meiri árangri. mbl.is/Ásdís

Kröfur lækna um tugprósenta launahækkun eru úr öllu samhengi og sniðnar að því að leiðrétta alþjóðlega samkeppnisstöðu stéttarinnar í einu vetfangi. Ef orðið verður við kröfum þeirra er afar mikilvægt að aðrar stéttir fylgi ekki með sömu kröfur.

Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á hádegisfundi um efnahagshorfur á árinu 2015. Hann sagði svigrúm efnahagslífsins til hækkunar heildarlaunakostnaðar á ári vera 3,5 prósent og að allt umfram það væri ávísun á verðbólgu umfram viðskiptalöndin, sem að lokum leiddi til falls krónunnar. „Þegar við horfum á ólguna er séð að lengra verður ekki gengið,“ sagði Þorsteinn.

Hófstilltar hækkanir skila meiri árangri

Með því að setja fram slíkar kröfur eru læknar fremur að taka mið af launaþróun tekjulægstu hópanna sem hafa hækkað umfram aðra á síðustu árum vegna sérstakrar áherslu. Benti hann þar á að skrifstofufólk hefur mest hækkað í launum frá árinu 2005 en stjórnendur minnst. „Þegar upp er staðið skila hófstilltar launahækkanir meiri ávinningi en miklar hækkanir nafnlauna,“ sagði Þorsteinn. 

Þá benti hann á að sambærileg launakjör á Íslandi og hinum norrænu þjóðunum næðust ekki nema framleiðni í atvinnulífinu og rekstri hins opinbera yrði einnig sambærileg. Til að svo gæti orðið þyrfti framleiðni á Íslandi að aukast meira en þar og það geti einungis gerst í smáum skrefum á löngum tíma á grundvelli bætts árangurs. „Launabilið getur ekki minnkað til langframa í stórum stökkum,“ sagði Þorsteinn. 

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK