Flugið hækkar þrátt fyrir lægra olíuverð

Icelanair lækkaði eldsneytisálag um 15% í desember. Heimsmarkaðsverð á olíu …
Icelanair lækkaði eldsneytisálag um 15% í desember. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 60% frá því í júní. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil lækkun á olíuverði er ekki farin að skila sér í lægra verði á flugi. Hefur flugverð þvert á móti hækkað um 15 prósent frá síðasta mánuði miðað við verðkönnun Dophop.

Mestar hækkanir eru á flugi til Helsinki, München, Edinborgar og Amsterdam samkvæmt verðkönnuninni en eina lækkunin á milli tímabila er á flugi til Kaupmannahafnar, sem kostar nú um 38.000 kr. að meðaltali báðar leiðir.

Í könnuninni var tekið saman verð á flugi frá Íslandi næstu vikur og borið saman við verð til áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd.

Mest er samkeppnin á flugi til London, en Dohop bendir á að passa þurfi upp á að taka töskugjöldin með í reikninginn því hlutfallslega getur munað miklu og ekki er því auðséð hvaða flugfélag er ódýrast hverju sinni.

Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni: sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil.

Flugfélögin segja verð hafa lækkað

Heimsmarkaðsverð á olíu hef­ur lækkað um næst­um því 60% frá því í júní.

Í samtali við mbl á dögunum sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að eldsneyt­isálag Icelanda­ir, sem er hluti af far­gjaldi, hafi verið lækkað um 15 pró­sent í byrj­un des­em­ber vegna lækk­un­ar á heims­markaðsverði olíu. Hann benti jafnframt á að Icelanda­ir kaupir trygg­ing­ar fyr­ir eldsneyt­is­sveifl­um sem nýt­ast vel þegar um verðhækk­an­ir er að ræða. Núna sé flug­fé­lagið hins veg­ar að greiða meira en sem nem­ur heims­markaðsverði.

Eldsneytisálag Icelandair er hærra en hjá öðrum flugfélögum sem fljúga til landsins en í sund­urliðun í flug­leit­ar­vél Icelanda­ir má sjá að eldsneyt­isálag flug­fé­lags­ins stend­ur í 7.900 krón­um á flug til Evr­ópu en 13.900 krón­um á flug til Norður-Am­er­íku. Eldsneyt­is­gjald SAS er 6.600 krón­ur fyr­ir Evr­ópuflug, eldsneyt­is­gjald Norweg­i­an er 1.600 krón­ur og eldsneyt­is­gjald ea­syJet er 3.900.

WOW air aðgrein­ir eldsneyt­isálag ekki sér­stak­lega í far­gjöld­um sín­um en Svan­hvít Friðriks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi flug­fé­lags­ins, sagði í samtali við mbl að lækk­andi olíu­verð hefði gert flug­fé­lag­inu kleift að lækka meðal­far­gjöld­in.

Frétt mbl.is: Lækka gjaldið sem enn telst hátt

Flugverð hefur hækkað milli mánaða.
Flugverð hefur hækkað milli mánaða. Mynd/Dophop
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK