Stýrivextir lækkaðir um 2%

Rúblan
Rúblan AFP

Stýrivextir voru lækkaðir um 2 prósent , eða úr 17 prósentum í 15 prósent, í Rússlandi í morgun vegna þess að „stöðugleiki er að komast á verðbólguna“.

Ákvörðunin er talin koma nokkuð á óvart en í frétt Bloomberg er nefnt að aðeins einn af 32 hagfræðingum er fréttastofan leitaði álits hjá taldi að stýrivextir yrðu lækkaðir. Taldi hann að vextirnir yrðu lækkaðir niður í 9,75 prósent.

Rúblan féll í verði um 1,6 prósent gagnvart dollaranum í kjölfar ákvörðunarinnar en níu prósent verðbólga mælist nú í Rússlandi.

Vladimir Bragin, forstöðumaður greiningardeildar Alfa Capital fjárfestingarsjóðsins í Moskvu, sagði ákvörðunina hafa komið á óvart þar sem verðbólgan mælist ennþá há og rúblan heldur áfram að veikjast. Hann sagði seðlabankann vera undir þrýstingi stjórnvalda, sem stendur gegnt slæmum efnahagshorfum og þarfnast hvetjandi aðgerða og betri skilyrða fyrir bankakerfið.

Seðlabankinn segir að minni hreyfing í efnahagslífinu muni halda verðbólguþrýstingi í skefjum. Þá sagði að neyðarákvörðunin í síðasta mánuði þegar stýrivextir voru hækkaðir úr 10,5% í 17% hefði skilað árangri.

Bloomberg greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK