Fjármögnun snjallúrs sprengdi alla skala

Pebble Time.
Pebble Time.

Fyrirtækið Pebble leitaði um miðjan dag til netverja vegna fjármögnunar á nýju snjallúri, Pebble Time, sem skáka á snjallúri Apple, alla vega þegar kemur að verði. Pebble reyndi fyrir sér með hópfjármögnun á Kickstarter og náði markmiði sínu á 17 mínútum. Í kvöld höfðu safnast meira en sex milljónir Bandaríkjadala.

Marmiðið sem Pebble setti sér var 500 þúsund Bandaríkjadala en eftir aðeins þrjár klukkustundir höfðu meira en fjórar milljónir safnast. Fjármögnun Pebble sló öll met en það verkefni sem mestu hafði safnað áður á sem skemmstum tíma var kvikmyndin um spæjarastúlkuna Veronicu Mars. Á fimm klukkustundum hafði ein milljón dala safnast til Veronicu og félaga.

Lægsta upphæð sem hægt er að styrkja Pebble Time um er 159 dalir og fyrir þann pening fær viðkomandi eintak af úrinu. Allir þeir sem leggja verkefninu lið fá því Pebble Time-úr. Á hálfum sólarhring hafa því verið pöntuð um þrjátíu þúsund snjallúr.

Pebble Time er annað snjallúrið sem fyrirtækið sendir frá sér og hafa ýmsar breytingar verið gerðar. Til dæmis hefur verið komið fyrir litaskjá sem notar afar litla orku og segir fyrirtækið að hægt verði að nota úrið í sjö daga áður en það verður rafmagnslaust. Þá hefur verið komið fyrir hljóðnema auk þess sem það er 20% minna um sig en eldri tegundin.

Pebble Time á Kickstarter

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK