Vill kaupa bestu hluta lánasafns ÍLS

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arion banki hefur áhuga á að kaupa „bestu hluta“  lánasafns Íbúðalánasjóðs, segir Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri bankans. Bankinn hefur látið stjórnvöld vita af áhuga bankans á lánasafninu. Höskuldur leggur til að félagsleg starfsemi ÍLS og LÍN verði sameinuð undir hatti Landsbankans, á meðan bankinn er í ríkiseigu.

Þetta kemur fram í frétt Bloomberg þar Höskuldur sagðist ekki skilja hvers vegna ríkið þyrfti að reka viðskiptabanka, íbúðlánasjóð, lánasjóð námsmanna auk annarra sjóða og lagði til að starfsemin yrði sameinuð. Ríkinu bæri hins vegar áfram að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur.

Í lok janúar nam heildarlánasafn Íbúðalánasjóðs um 612,4 milljörðum króna en saman eru um 65 prósent húsnæðislána landsins annað hvort hjá Landsbankanum eða ÍLS.

Í skýrslu sendi­nefnd Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hér á landi frá því í desember sagði að stjórn­völd ættu að huga að því að leysa upp Íbúðalána­sjóð með skipu­leg­um hætti til að lág­marka kostnað rík­is­ins og kerf­isáhættu. Jafn­framt ætti að leita sam­stöðu um helstu fé­lags­leg mark­mið íbúðalána áður en arf­taka stofn­un­ar­inn­ar verður komið á fót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir