Greiða 310 milljónir í arð

Starfsmenn RARIK að taka niður háspennulínu og staura á Svalbarðsströnd, …
Starfsmenn RARIK að taka niður háspennulínu og staura á Svalbarðsströnd, frá Sveinbjarnargerði og suður undir Mógil. Kristján Kristjánsson

Tekin var ákvörðun um að greiða 310 milljónir króna í arð til ríkisins á aðalfundi RARIK í dag. 

Á aðalfundinum kom fram að RARIK og Landsbankinn undirrituðu í dag skammtíma lánasamning að fjárhæð 4,7 milljarðar króna sem er liður í endurfjármögnun eldri lána RARIK samstæðunnar. Samningurinn gerir RARIK kleift að velja sér hagkvæman tíma til endurfjármögnunar langtímalána sem fyrirhuguð er á árinu, án tillits til gjalddaga þeirra.

Stjórn RARIK var þá endurkjörin, en  hana skipa: Birkir Jón Jónsson, formaður,Arnbjörg Sveinsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðmundur Hörður Guðmundsson og Huld Aðalbjarnardóttir.

Hagnaður nam 2,7 milljörðum

Hagnaður RARIK samstæðunnar á árinu 2014 var tæpir 2,7 milljarðar króna og jókst um tæp 37% frá árinu 2013 en þá var hagnaður ársins um 1,9 milljarður króna. 

Rekstrartekjur hækkuðu um rúm 6% frá árinu 2013 og voru 12.521 milljón króna en heildareignir RARIK í árslok námu 48.536 milljónum króna. Eigið fé var 29.495 milljónir króna, eða 61%. Fjárfestingar á árinu voru 2.572 milljónir króna, sem er um 1.200 milljónum króna lægri fjárhæð en árið á undan sem skýrist fyrst og fremst af mjög miklum fjárfestingum við hitaveitu á Skagaströnd og við rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja á árinu 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK