Telur FME hafa brotið meðalhóf

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur spurningar vakna um hvort Fjármálaeftirlitið hafi brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga í framkomu sinni gagnvart Sparisjóði Vestmannaeyja.

Vest­manna­eyja­bær á 10,2% hlut í sjóðnum og segir Elliði að bæjarstjórn muni taka ákvörðun um framhald málsins á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.

Sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum í gær eftir hraða atburðarrás á síðustu dögum. Hinn 21. mars gaf Fjármálaeftirlitið stjórn Sparisjóðsins frest fram til 27. mars til þess að koma með áætlun um hvernig mætti styrkja eiginfjárgrunn bankans.

Ríkið í yfirburðarstöðu

Elliði bendir til samanburðar á mál Sparisjóðsins í Keflavík þar sem eigendur hefðu fengið 54 vikur til þess að vinna sömu vinnu og eigendur Sparisjóðs Vestmannaeyja fengu viku frest til þess að vinna. „Það vekur óneitanlega spurningar og þá ekki síst í ljósi yfirburðastöðu ríkisins í öllu sem snéri að Sparisjóði Vestmannaeyja,“ segir Elliði og vísar jafnframt í 86. grein laga um fjármálafyrirtæki er kveða á um að Fjármálaeftirlitinu sé heimilt að veita fjármálafyrirtækjum allt að sex mánaða frest til þess að auka eiginfjárgrunn að lögbundnu lágmarki. Þá sé jafnframt heimilt að lengja frestinn í allt að sex mánuði til viðbótar.

Elliði bendir á að ríkið sé stærsti eigandi sparisjóðsins en með eignarhlutann fer Bankssýsla ríkisins, sem jafnframt er á vegum ríkisins. Eftirlitsaðili með starfsemi fjármálastofnanna sé Fjármálaeftirlit ríkisins sem rekið er af íslenska ríkinu.  Heimild til mögulegs samruna sé þá komin undir Samkeppniseftirlitinu, sem er stjórnsýslustofnun rekin af íslenska ríkinu. Mögulegur kaupandi að sjóðnum hafi verið Landsbankinn hf. sem er í nálega fullri eigu ríkisins.

„Allt umlykjandi í málinu er því íslenska ríkið. Í ljósi þess að ríkið er allt umlykjandi í málinu þá hlýtur að vera mikilvægt að þessar stofnanir gæti meðalhófs við meðferð valds síns og hafi ekki með ósanngjörnum hætti og án þess að brýna nauðsyn beri til, alla möguleika af öðrum eigendum Sparisjóðs Vestmannaeyja, til að vinna að lausnum sem væru hagfelldari sparisjóðnum og byggðunum þar sem hann starfar,“ segir Elliði.

Erlendi aðilinn er kínverskur

For­svars­menn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja reyndu fram á síðustu stundu að leita annarra leiða til fjármögnunar en líkt og áður hefur verið greint frá lýsti erlendur fjárfestir sig m.a. reiðubúinn til að leggja sjóðnum til nýtt fé en samkvæmt heimildum mbl.is er fjárfestirinn kínverskur.

Þá barst stjórn Spari­sjóðsins einnig er­indi þar sem Ari­on banki ger­iði til­boð í sjóðinn.

Aðspurður hvort samruni Landsbankans og sparisjóðsins sé þó ekki farsæl lausn í málinu segist Elliði ekki hafa forsendur til þess að leggja mat á það vegna þess að ríkið eitt hafi haft aðgang að lánabókinni. „Við höfum engar forsendur til þess að meta þetta umfram þessa ytri umgjörð,“ segir hann. „Það eru furðulegar aðstæður þegar kaupandi hefur meiri upplýsingar en seljandi.“

Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK