Zymetech hlaut nýsköpunarverðlaunin

Líftæknifyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2015 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi á Grand Hótel í dag. 

Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor í matvælafræði við Háskóla Íslands og rannsóknastjóri Zymetech, tók við verðlaununum og sagði það ólýsanlegan heiður. „Ég þakka fyrir af mikilli auðmýkt,“ sagði Ágústa.

Zy­metech hef­ur þróað efna­blöndu sem not­ar ensím úr þorskinn­yfl­um til að draga úr virkni kvefveirunnar og hamla getu hennar til að valda kvefi. Var­an sem er veltu­mesta kvefaf­urðin í Svíþjóð er seld hér á landi undir vörumerkinu PreCold.

Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð og Nýsköpunarsjóði til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og vísindastarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna, sem voru fyrst veitt árið 1994, er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu.

Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015.
Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK