Ekki festast í Íslandsgildrunni

Hilmar Gunnarsson hjá Modio með leikfangakarl sem prentaður var upp …
Hilmar Gunnarsson hjá Modio með leikfangakarl sem prentaður var upp úr appinu. Þórður Arnar Þórðarson

„Það er alveg sama hvað maður gerir. Það verður alltaf einhver með efasemdir,“ segir Hilmar Guðmundsson, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Modio, og vísar til þess að hann hafi fengið neitun frá Rannís um styrk úr tækniþróunarsjóði í fyrstu skrefum fyrirtækisins.

Síðan hefur alþjóðlega stórfyrirtækið Autodesk keypt Modio sem framleiðir vinsælt app fyrir þrívíddarprentara.

„Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér, velja samstarfsaðila vel og horfa út fyrir Ísland strax frá byrjun,“ sagði Hilmar í erindi sínu á Nýsköpunarþingi í gær. „Ef það er hægt er mögulegt að leggja heiminn að fótum sér.“

Hanna og prenta út eigin leikföng

Áður en Hilmar stofnaði Modio vorið 2013 hafði hann komið víða við í nýsköpunargeiranum. Hann stýrði meðal annars söluferli íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Oz til Nokia auk þess sem hann hefur fjárfest í ýmsum sprotafyrirtækjum á liðnum árum svo sem DataMarket, Meniga og Caoz.

Modio var stofnað utan um app sem Hilmar þróaði fyr­ir snjallsíma og spjald­tölv­ur sem ger­ir hverj­um sem er kleift að hanna skemmti­leg mód­el úr margskon­ar ein­ing­um og þrívídd­ar­prenta þau með lít­illi fyr­ir­höfn. Hægt er að hanna leikföng frá grunni í appinu og púsla þeim saman líkt og legokubbum. 

Alþjóðlega hug­búnaðarfyr­ir­tækið Autodesk keypti Modio í október á síðasta ári. Autodesk var stofnað árið 1982 og er með um 7.500 starfs­menn víða um heim. Fé­lagið er skráð á hluta­bréfa­markað í Banda­ríkj­un­um og veltir um 2,5 milljörðum dollara á ári. Kaupverð Modio hefur ekki verið gefið upp.

Síðan þá hefur Modio unnið að nýrri út­gáfu af app­inu, sem nú er nefnt Tin­kerplay og var sett á markað í mars. 

Skilja markaðinn og vöruna

Hilmar nefndi nokkur lykilatriði sem frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki ættu að hafa í huga. Í fyrsta lagi væri mikilvægt að gefa sér tíma til þess að skilja markaðinn og vöruna en ekki vaða af stað með fyrstu hugdettu.

Þá benti hann á að varasamt gæti verið að festast svokallaðri Íslandsgildru. „Það á að horfa út fyrir Ísland. Strax frá byrjun,“ sagði hann og bætti við að það væri auðvelt að festast í því að þjónusta einungis íslenskan markað og þróa vöruna með tilliti til þess. Hilmar sagðist þekkja mörg dæmi þess að fólk hefði einfaldlega þurft að flytja úr landi til þess að losna úr þessu hugarfari en hann ákvað sjálfur að horfa strax á Bandaríkin sem sinn heimamarkað.

Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að velja samstarfsaðila vel og stíga fyrstu skrefin með rétta fólkinu. Þá þyrfti enn og aftur að horfa út fyrir Ísland. „Það má ekki gleymast að samstarfsaðilarnir sem maður velur enda oft sem líklegir kaupendur fyrirtækisins,“ sagði hann og benti á Nokia, sem keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ, en var áður samstarfsaðili þess.

Eftir kaupin hefur Autodesk haldið áfram rekstri þró­un­ar­skrif­stofu á Íslandi und­ir merkj­um fyrirtækisins með áherslu á þróun á Tin­kerplay og samþætt­ingu apps­ins við aðrar vör­ur Autodesk. Hjá skrif­stof­unni starfa í dag sex starfs­menn.

Frétt mbl.is: Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaunin

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/C6qkjZWoKBE" width="420"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Leikfangakarl, sprottinn upp úr appinu.
Leikfangakarl, sprottinn upp úr appinu. Mynd af vefsíðu Tinkerplay
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK