Gjaldþrotaskiptum lokið hjá Gyðju

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Ekkert fékkst greitt upp í 15,6 milljóna króna kröfur við gjaldþrot félagsins GBN ehf., sem áður hét Meyja ehf. og þar áður Gyðja ehf. Félagið hélt utan um framleiðslu, hönnun og sölu á skóm, fatnaði og ilmvötnum sem er markaðssett undir nafninu Gyðja Collection.

Í lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að skiptum hafi verið lokið hinn 1. apríl sl., en félagið var úrskurðað gjaldþrota hinn 7. nóvember 2013.

Tískuhúsið er þó enn starfrækt í félaginu Gyðja Collection ehf. sem heldur m.a. um sölu á handtöskum, úrum, tímabundnum húðflúrum og skartgripum. Vörurnar eru seldar í netverslun fyrirtækisins og fjölmörgum verslunum hér á landi og erlendis.

Gyðja Collection er í eigu Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttir.

Síðasti ársreikningur hins gjaldþrota félags er frá árinu 2011 en samkvæmt honum nam tap ársins 12,2 milljónum króna. Þá var félagið með neikvætt eigið fé sem nam 10,5 milljónum króna og voru helstu skuldir félagsins 23,7 milljóna yfirdráttur og skammtímabankalán.

Líkt og mbl hefur áður greint frá hélt MP banki uppboð á vörum félagsins í lok ársins 2013 þar sem skór, tösk­ur, belti og ilm­vötn voru boðin upp. Lögmaður Sigrúnar Lilju sagði þá að um væri að ræða gamlan lager sem MP banki tók upp í skuld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK