United Silicon ræður forstjóra og rekstrarstjóra

Þórður Magnússon, Magnús Garðarsson og Helgi Þórhallsson.
Þórður Magnússon, Magnús Garðarsson og Helgi Þórhallsson. Mynd/United Silicon

Helgi Þórhallsson hefur verið ráðinn forstjóri United Silicon hf. frá og með 15. apríl n.k. Helgi er efnaverkfræðingur frá Norwegian Technical University í Þrándheimi, í Noregi og hóf fljótlega að námi loknu störf hjá Elkem. Helgi gegndi stöðu framkvæmdastjóra kísilverksmiðjunniar Bjölvefossen í Noregi árin 1994-1999, en á starfsferli sínum hefur hann komið að fjölmörgum kísilverkefnum allan heim m.a. í Kína og Inónesíu fyrir utan Noreg og Ísland. Samtals á Helgi að baki 35 ára starfsreynslu í kísiliðnaðinum.

Fyrir í yfirstjórn United Silicon hf. eru þeir Þórður Magnússon og Helgi Björn.

Þórður Magnússon var ráðinn rekstrarstjóri United Silicon hf., þann 1. desember s.l.  Þórður er Dr. Ing, Material Science frá Norwegian University of Science and Technology. Þórður gegndi áður stöðu framleiðslustjóra í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga og á að baki 13 ára starfsreynslu hjá félaginu. Helgi Björn er einn af frumkvöðlum verkefnisins United Silicon hf. og gegnir stöðu yfirverkfræðings hjá félaginu.

United Silicon hf. hefur auk hinna framangreindu ráðið til tímabundinna starfa eftirtalda aðila: Friedhelm Bramsiepe, fyrrverandi forstjóra RW Silicium í Þýskalandi, Roberto Carlesso, fyrrverandi framleiðslustjóra FerroAtlantica í Frakklandi, og Steven Pragnell, fyrrverandi framleiðslustjóra Simcoa í Ástralíu.

Í tilkynningu er haft eftir Magnúsi Garðarsson, fráfaranda framkvæmdastjóri og stærsta hluthafi í United Silicon hf., að félagið sé afar lánsamt að hafa tryggt sér starfskrafta þessara reynslumiklu manna úr kísiliðnaðinum. „Hjá United Silicon hf. er nú saman komin meira en 150 ára reynsla í kísilframleiðslu  og stjórn félagsins og hluthafar horfa bjartsýnir fram á veginn,” er haft eftir Magnúsi.

Teikningin sýnir fyrirhugaða kísilverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík. Rekstur …
Teikningin sýnir fyrirhugaða kísilverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík. Rekstur á að hefjast vorið 2016. Tölvuteikning/United Silicon
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK