Milljarðar dollara vegna Úkraínu

Dmitry Medvedev á rússneska þinginu í dag.
Dmitry Medvedev á rússneska þinginu í dag. AFP

Rússar hafa þurft að greiða hátt gjald vegna Úkraínudeilunnar. Eða um 106 milljarða dollara. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra Rússlands í dag en þetta er í fyrsta sinn sem heildarkostnaðurinn hefur verið gefinn upp á þennan hátt.

Viðskiptaþvinganir Vesturveldanna kostuðu ríkið um 26,7 milljónir dollara árið 2014 að sögn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra. Á þessu ári gæti kostnaðurinn stóraukist og numið allt að 80 milljörðum dollara. Medvedev sagði að fólk ætti ekki að lifa í sjálfsblekkingu. Þetta væri ekki skammtímakreppa.

Vöruskipti við ríki á evrusvæðinu drógust saman um þriðjung og innflutningur á matvælum á fyrstu tveimur mánuðum ársins dróst saman um 40%. 

Í mars mældist verðbólgan 17% og hefur ekki verið hærri í 13 ár. Til þess að stemma stigu við henni hafa stýrivextir verið hækkaðir ört og eru í dag 14%. Þá er búist við að landsframleiðsla dragist saman um 5% á árinu.

CNN greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK