Bjarni vill stofna varasjóð

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Styrmir Kári

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill stofna sérstakan orkuauðlindasjóð sem allar arðgreiðslur frá Landsvirkjun og öðrum orkufyrirtækjum eiga að renna í. Sjóðurinn á að vera varasjóður til þess að tryggja stöðugleika og jafna út efnahagssveiflur.

Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Landsvirkjunar, sem fer nú fram í Hörpu.

Í máli Bjarna kom fram að arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu numið allt að tíu til tuttugu milljörðum á ári á komandi árum. Hann sagði öllu máli skipta að nýta þessar jákvæðu horfur  til góðs.

Bjarni sagði það vera þolinmæðisverk að byggja upp sjóð sé þennan og bætti við að til greina kæmi að hafa sjóðinn sem gegnumstreymissjóð í byrjun þannig að hægt væri að nýta hann til verka líkt og í uppbyggingu Landspítalans eða í menntakerfið.

Meginhugsunin væri þó að byggja upp varasjóð. Mikilvægt væri að hugsa til lengri tíma og tryggja að lagt sé til hliðar í uppsveiflum til þess að geta blásið lífi í hagkerfi í niðursveiflum.

Þá sagði hann trausta samstöðu vera forsendu fyrir þessum möguleika. Þeirri samstöðu sagðist hann ætla að leita eftir.

Horfðu á ársfundinn í beinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK