Íslenskt hland-sjampó vekur athygli ytra

Fyrsta stig framleiðsluferlisins.
Fyrsta stig framleiðsluferlisins. Mynd af Facebook síðu Q Shampoo

Óhætt er að segja að sjampóið sem búið er til úr kúahlandi hafi vakið athygli. Á síðustu dögum hafa margir af helstu fjölmiðlum heims tekið það fyrir og virðast flestir jafn undrandi á uppfinningunni.

Mbl fjallaði á dögunum um sjampóið sem búið er til úr kúahlandi samkvæmt gamalli hefð en áður fyrr var það þekkt fegrunarráð að baða hárið upp úr hlandi til þess að fá góðan gljáa. Sjampóið sem hér um ræðir nefnist Q og er þó einnig búið olíum til þess að koma í veg fyrir lyktina sem annars myndi fylgja.

Sjá frétt mbl: Má bjóða þér hland í hárið?

Huffington Post fjallaði um sjampóið á miðvikudaginn og vísaði í íslenska hefð þar sem konur þvo hárið upp úr þvagi. Þá hefur breski fjölmiðillinn Mirror einnig tekið málið upp ásamt Daily Mail sem kalla hugmyndina snarklikkaða (e. Udderly bonkers).

Þá virðist sem athyglin hafi skilað sér í sölu þar sem fram kemur á Facebook síðu Q Shampoo að varan sé uppseld í bili.

Í samtali við mbl segir Ant­on Reyn­ir Haf­dís­ar­son, einn þeirra er standa að framleiðslu sjampósins, að nokkrar fyrirspurnir hafi borist og að hópurinn sé að skoða möguleikana. Nú bíða þau eftir tilskildum leyfum frá Umhverfisstofnun og Matvælaeftirlitinu til þess að heimilt sé að selja vöruna til endursölu. 

Kæru viðskiptavinirQ Shampoo er uppselt í bili!Við þökkum frábærar móttökur!

Posted by Q Shampoo on Monday, May 11, 2015

Hug­mynd­in varð til hjá hópi í ný­sköp­un­ar­áfanga í Há­skól­an­um í Reykja­vík, en ásamt Antoni eru í hónum þau Bryn­hild­ur María Gests­dótt­ir, Íris Dröfn Magnús­dótt­ir, Al­freð Andri Alfreðsson, Björg Marí­um Adams­dótt­ir og Helga Guðný Elías­dóttir.

„Ég held að fólk muni skipt­ast í tvo hópa; sum­um mun finn­ast þetta spenn­andi og verða til­bún­ir til þess að prófa og sjá ár­ang­ur­inn. Hinum mun finn­ast það frá­hrind­andi að fá hland í hárið,“ sagði Ant­on í samtali við mbl.

Ant­on Reyn­ir hrærir saman svokallaða keytu og lútur og býr ...
Ant­on Reyn­ir hrærir saman svokallaða keytu og lútur og býr til sjampó. Mynd af Facebook síðu Q Shampoo
Einnig er hægt að fá vöruna í formi handsápu.
Einnig er hægt að fá vöruna í formi handsápu.
mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir