Lágir vextir valda erfiðleikum

Seðlabanki Evrópu í Frankfurt
Seðlabanki Evrópu í Frankfurt Ómar Óskarsson

Sögulega lágir stýrivextir á evrusvæðinu veldur stjórnendum fyrirtækja höfuðverk en fyrirtækin neyðast til þess að setja milljarða evra til hliðar svo þau geti mætt lífeyrisskuldbindingum starfsmanna.

Lágir stýrivextir Seðlabanka Evrópu og ítrekaðar skuldabréfaútgáfur valda því að ávöxtun á skuldabréfamarkaði hefur lækkað umtalsvert.

Þetta þykja ekki góðar fréttir fyrir fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á aukin lífeyrisréttindi ofan á eftirlaun frá hinu opinbera.

Líkt og bankar og tryggingarfélög þá reyna sjóðir fyrirtækja að fjárfesta í skuldabréfum eða treysta á vexti á fjárfestinum sínum til þess að hámarka fjárfestingu sína. En vegna þess hve lágir vextir eru á evru-svæðinu þá má leiða líkum af því að það geti reynst fyrirtækjum erfitt að standa við skuldbindingar sínar á komandi árum.

Það er einkum í Þýskalandi sem fyrirtæki hafa komið upp slíkum sjóðum en um 17,8 milljónir Þjóðverja hafa skrifað undir slíkt samkomulag við vinnuveitendur sína. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK