Flugfélagið tæknilega gjaldþrota

Flugfélagið Malaysia Airlines er tæknilega gjaldþrota, segir nýr forstjóri félagsins, Þjóðverjinn Christoph Müller.

Müller kynnti í dag áætlanir um að bæta rekstur félagsins en sex þúsund starfsmönnum verður sagt upp störfum. Að sögn hans nær niðursveiflan hjá félaginu mun lengra aftur en til síðasta árs, sem var skelfilegt í rekstri félagsins. Þar skipti mestu hvarf þotu félagsins á leið frá Kuala Lumpur til Peking í mars í fyrra og þegar farþegaþota félagsins var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014.

Flugvél Malaysia Airlines á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur.
Flugvél Malaysia Airlines á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur. AFP
STR
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK