Hækkun stýrivaxta yfirvofandi að mati bankanna

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Árni Sæberg

Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja gera allar ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig, eða 50 punkta, á næsta vaxaákvörðunarfundi peningastefnunefndar á miðvikudaginn kemur, 10. júní.

Þegar litið er yfir lengra spátímabil kemur þó í ljós að nokkru munar á mati greiningardeildanna,  að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þannig spá Íslandsbanki og Arion banki því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig á þessu ári en Landsbankinn spáir því að hækkunin verði meiri, eða tvö prósentustig. Þegar litið er til næsta árs gerir Landsbankinn einnig ráð fyrir meiri hækkun vaxta en Íslandsbanki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK