Skattagögnin sótt til útlanda

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Líklegt er að gögn sem tengja Íslendinga við skattaskjól sýni bæði fram á refsivert athæfi og leiði til endurákvörðunar á sköttum. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, í samtali við mbl.is, en í gær var greint frá því að gögnin væru komin til landsins og að greitt hefði verið fyrir þau 30 milljónir. Bryndís segir gögnin tengjast 400-500 félögum erlendis, en að á bak við hvert félag sé oft á tíðum fleiri en einn skattskyldur aðili á Íslandi.

Skattrannsóknarstjóra hafði áður borist sýnishorn af gögnunum og segir Bryndís að miðað við það sem þar hafi fram komið séu líkur á því að allur gagnapakkinn muni sýna meira af atvikum þar sem um annað hvort refsivert athæfi eða endurákvörðun á sköttum til hækkunar er að ræða.

Millifærsla en ekki uppgefið hvert

Greiðsla fyrir gögnin fór fram með millifærslu, en Bryndís segir að það hafi verið gert til að tryggja að farið væri að reglum um peningaþvætti. Hún vildi ekki gefa upp til hvaða lands millifærslan hefði verið greidd eða til hvaða banka og sagðist þar þurfa að hugsa um söluaðilann. Hún segir gögnin hafa verið sótt erlendis og afhend þar með rafrænum hætti.

Bryndís segir að nú liggi á að fara í gegnum gögnin, þar sem sum mál séu eldri en önnur og möguleg hætta á að einhver mál fyrnist. Mismunandi er hvenær skattamál fyrnast, en Bryndís segir að venjulega sé miðað við 6 ár varðandi endurákvörðun, en lengri tíma með refsimál.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK