VHE orðið þekkt um allan heim

VHE þróar, framleiðir og smíðar vélbúnað í húsakynnum fyrirtækisins í …
VHE þróar, framleiðir og smíðar vélbúnað í húsakynnum fyrirtækisins í Hafnarfirði sem síðan er seldur um allan heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskyldufyrirtækið VHE er orðið þekkt innan áliðnaðarins en það þróar, framleiðir og smíðar vélbúnað í húsakynnum fyrirtækisins í Hafnarfirði og selur til álvera víðs vegar um heiminn.

Fyrirtækið er um þessar mundir að vinna að stórum verkefnum í Bandaríkjunum og Persaflóa. „Álheimurinn er ekki svo stór. Það eru einungis um 130 álfyrirtæki starfandi í heiminum í dag, því er þetta frekar lítill heimur þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnar Steinn Hjaltason, forstjóri VHE, í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Fyrst í stað smíðaði fyrirtækið eina og eina vél fyrir álfyrirtækin en nú býður það heildarlausnir þar sem jafnvel húsin eru byggð undir vélarnar. Í VHE samstæðunni starfa 650 manns víðs vegar um landið. Unnar segir að það vanti fleira fólk í allar helstu iðngreinarnar og að fleiri konur mættu sækja í atvinnugreinina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK