Sagt frá hópuppsögnum í morgun

Rósa Braga

Þrjú hundruð manns starfa í lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi en ákvörðun hefur verið tekin um að færa framleiðsluna úr landi. Starfsmenn voru látnir vita í morgun en fyrstu uppsagnir verða eftir átján mánuði og þær verða framkvæmdar á sex mánaða tímabili

Í tilkynningu frá Actavis í morgun sagði að gert væri ráð fyr­ir að starf­semi verk­smiðjunn­ar á Íslandi verði lögð niður um mitt ár 2017.

Í samtali við mbl segir Robert Stew­art, for­stjóri sam­heita­lyfja­sviðs og alþjóðafram­leiðslu Actavis plc., móðurfélags Actavis á Íslandi, að enginn sé að missa vinnuna á næstunni og að ákvörðunin muni ekki hafa áhrif á starfsemina. 

Ekki víst hvort önnur störf verði í boði

Þá segir Robert það ekki liggja fyrir hvort einhverjum starfsmönnum verði boðin önnur störf innan fyrirtækisins. Í öðrum einingum, sem áfram verða hér á landi, starfa um 400 manns.

Í tilkynningunni í morgun var haft eftir Robert að Actavis myndi veita starfsfólkinu stuðning, bjóða upp á þjálf­un og umb­una starfs­fólk­inu sér­stak­lega fyr­ir að vinna með þeim í gegn­um breyt­ing­arnar. Aðspurður hvers konar umbun sé átt við segir Robert að ekki sé búið að fara yfir smáatriðin en að það verði gert á næsta mánuðinum.

Hann segir að starfsfólki verði boðin starfsráðgjöf og starfsþjálfun fyrir önnur störf.

Skilvirkni í framleiðslu

Acta­vis hef­ur farið í gegn­um marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar á und­an­förn­um árum með yf­ir­tök­um og samr­un­um inn­an lyfja­geir­ans. Eft­ir ný­leg­an samruna við banda­ríska frum­lyfja­fyr­ir­tækið Allerg­an  er fyr­ir­tækið orðið eitt af 10 stærstu lyfja­fyr­ir­tækj­um í heimi.

Lokun verksmiðjunnar á Íslandi kemur til í kjölfar greiningar á fram­leiðslu­starf­semi sam­stæðunn­ar til þess að há­marka nýt­ingu á fram­leiðslu­getu sam­stæðunn­ar. Niðurstaðan var að aðrar verk­smiðjur hafa svig­rúm til að taka við þeim vör­um sem fram­leidd­ar eru á Íslandi. 

Í tilkynningunni í morgun sagði að lokunin væri gerð í hagræðing­ar­skyni til þess að tryggja sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tæk­is­ins á alþjóðavett­vang.

Robert segir Actavis ekki vera með neinar sérstakar krónutölur að markmiði í hagræðingunni heldur væri markmiðið fyrst og fremst að ná meiri skilvirkni í framleiðslu þar sem samkeppnin er hörð og verðþrýsingur frá viðskiptavinum til staðar.

Frétt mbl.is: Hluti Actavis flytur frá Íslandi

Eftir samrunann við Allerg­an er Actavis orðið eitt af 10 …
Eftir samrunann við Allerg­an er Actavis orðið eitt af 10 stærstu lyfja­fyr­ir­tækj­um í heimi.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK