Skoða einnig gagnaver í Skagabyggð

Fyrirhugað álver við Hafursstaði.
Fyrirhugað álver við Hafursstaði.

Mögulegt álver við Hafursstaði í Skagabyggð er aðeins einn þeirra möguleika sem sveitafélögin á svæðinu hafa verið að skoða en gagnaver gæti verið meðal annarra kosta. 

Þetta segir Vignir Á. Sveinsson, oddviti í Skagabyggð. Líkt og mbl greindi frá fyrr í dag hefur viljayfirlýsing um fjár­mögn­un bygg­ing­ar 120 þúsund tonna ál­vers á fyrrnefndu svæði verið undirrituð. Fyr­ir­tæk­in Klapp­ir Develop­ment ehf. og China Non­ferrous Metal Indus­try´s For­eign Eng­ineer­ing and Constructi­on (NFC) standa að fjár­mögn­un­inni.

Fjögur sveitafélög á svæðinu stofnuðu byggðasamlag til þess að skoða sameiginlega alla möguleika til þess að sporna við hnignun íbúafjölda; Blönduós, Húnavatnshreppur, Skagabyggð og Skagaströnd.

Viðræður við gagnaver

Vignir bendir á að íbúafjöldi á svæðinu hafi dregist mikið saman frá árinu 1990, eða um 17 prósent á Blönduósi, 23 prósent á Skagaströnd og 22 prósent í sveitunum í kring. „Þetta er bara einn af þeim möguleikum sem við höfum verið að skoða vegna þess hve lítið hefur verið um atvinnutækifæri,“ segir hann.

Líkt og fram kom í dag gera áætlan­ir ráð fyr­ir 240 var­an­leg­um störf­um í ál­verinu og allt að 800 tíma­bundn­um störf­um á bygg­ingar­tíma. 

Vignir segir að viðræður við mögulega rekstraraðila gagnavers hafi átt sér stað en segir að ótímabært sé að tjá sig frekar um málið. 

Aðspurður hvort hann hafi einhverja skoðun á því hvaða rekstur væri hentugastur á svæðið segir hann of snemmt að segja og telur rétt að málið nái fótfestu áður en menn fara að mynda sér skoðanir.

Stækka síðar í 240.000 tonn

Í fundargerð byggðasamlagsins frá 3. júní segir að heildarfjárfesting í fyrsta áfanga gæti numið 78 milljörðum króna og að útflutningstekjur verði um 43 milljarðar á ári. „Bygging álvers á svæðinu mun hafa varanleg jákvæð áhrif á þróun byggðar á Norðurlandi,“ segir þá einnig. 

NFC, sem stendur að fjármögnuninni, er kínverskt fyrirtæki og á lista yfir 500 stærstu fyrirtæki heims.

Um er að ræða framleiðslu á 120 þúsund tonnum af áli og að það verði nýtt til framleiðslu á stöngum og vír. Ætlunin er að geta stækkað álverið um önnur 120 þúsund tonn síðar. Orkuþörf er um 206 MW í fyrsta áfanga.

Frétt mbl.is: Fjármagna 100 milljarða álver

Fyrirhuguð uppbygging álversins við Hafursstaði.
Fyrirhuguð uppbygging álversins við Hafursstaði.
Staðsetning fyrirhugaðs álvers í Skagabyggð.
Staðsetning fyrirhugaðs álvers í Skagabyggð. Mynd/Ja.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK