Aukinn hagnaður þrátt fyrir álverðslækkun

Álver Alcoa við Reyðarfjörð
Álver Alcoa við Reyðarfjörð mbl.is/Sigurður Bogi

Hagnaður Alcoa var undir væntingum markaðarins á öðrum ársfjórðungi en þrátt fyrir það var hagnaðurinn meiri en á sama tíma í fyrra. Aukin eftirspurn frá flugvéla- og bílaframleiðendum vann á móti áhrifum af álverðslækkun.

Hagnaður Alcoa nam 140 milljónum Bandaríkjadala, 18,8 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 138 milljónir dala. Sala Alcoa jókst um 1% á milli tímabila og var 5,90 milljarðar Bandaríkjadala.

Kostnaður vegna endurskipulagningar rekstrar nam 143 milljónum dala en inni í þeim kostnaði er kostnaður við að loka gömlum álverum. Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað um 4,8% frá síðasta ári.

Alcoa hefur ekki breytt spá sinni um áleftirspurn fyrir árið en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 6,5% vexti í ár. 

Alcoa á og rekur Fjarðaál á Íslandi.

Alcoa

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir