Jón „ráðinn inn til að hafa áhrif“

Jón Gnarr var í dag ráðinn nýr ritstjóri innlendrar dagskrár ...
Jón Gnarr var í dag ráðinn nýr ritstjóri innlendrar dagskrár á 365. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Staða Jóns Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík, sem ritstjóra innlendrar dagskrár 365 mun heyra beint undir forstjóra fyrirtækisins og fela í sér skörun á öll svið þess, ekki ósvipað því sem þekkist með fjármálasvið eða mannauðsstjóra. Staðan er ný innan fyrirtækisins og mun ekki hafa áhrif á núverandi ritstjóra eða fréttastjóra. Þetta segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 í samtali við mbl.is.

„Hans hugmyndaauðgi mun nýtast í útvarpi, sjónvarpi, fréttamiðlum og á markaðsdeild,“ segir Sævar. Segir hann að áfram verði sérstakur sjónvarpsstjóri og útvarpsstjóri með sín hlutverk, en að Jón muni bætast þarna við þegar kemur að innlendri dagskrárgerð. „Þarna kemur inn frábær maður sem mun hjálpa okkur að styrkja innlenda dagskrárgerð í sínum víðasta skilningi,“ segir Sævar.

Aðspurður hvort að Jón muni hafa ritstjórnarlegt vald yfir ákvörðunum fréttastjóra eða yfirmönnum útvarps og sjónvarps segir Sævar að hugmyndin sé frekar að bæta samstarf manna á milli. „En hann er ráðinn inn til að hafa áhrif,“ bætir Sævar við.

Aðdragandi málsins var ekki langur að sögn Sævars, en hann segir að þegar menn hafi sest niður og farið að ræða málin hafi niðurstaðan legið ljós fljótlega. Sævar segir að engin ákvörðun hafi verið tekin að svo stöddu hvort að Jón muni sjálfur sjá um ákveðna dagskráliði.

Frétt mbl.is: Jón Gnarr ritstjóri hjá 365

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK