Stærstu hafnarkranar landsins komnir

Kranarnir geta lyft tveimur tuttugu feta gámum samtímis.
Kranarnir geta lyft tveimur tuttugu feta gámum samtímis. Ljósmynd/Ólafur Höskuldur Ólafsson

Stærstu hafnarkranar landsins komu til landsins í dag þegar skipið Happy Dover lagðist að bryggju á Reyðarfirði. Eimskipafélag Íslands hf. keypti kranana tvo, sem eru að gerðinni TREX Gottwald GHMK 6507, fyrr á þessu ári.

Kranarnir geta lyft tveimur tuttugu feta gámum samtímis, en þeir eru rafknúnir og því umhverfisvænni en eldri olíuknúnir kranar og er það í samræmi við umhverfisstefnu Eimskipafélagsins, sem miðar að því að lágmarka kolvtísýringsútblástur í starfseminni, að því er segir í fréttatilkynningu.

Annar kraninn verður staðsettur í Mjóeyrarhöfn en hinn á Grundartanga og mun sá síðarnefndi meðal annars verða nýttur til að þjónusta álver Norðuráls.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir