Stærstu hafnarkranar landsins komnir

Kranarnir geta lyft tveimur tuttugu feta gámum samtímis.
Kranarnir geta lyft tveimur tuttugu feta gámum samtímis. Ljósmynd/Ólafur Höskuldur Ólafsson

Stærstu hafnarkranar landsins komu til landsins í dag þegar skipið Happy Dover lagðist að bryggju á Reyðarfirði. Eimskipafélag Íslands hf. keypti kranana tvo, sem eru að gerðinni TREX Gottwald GHMK 6507, fyrr á þessu ári.

Kranarnir geta lyft tveimur tuttugu feta gámum samtímis, en þeir eru rafknúnir og því umhverfisvænni en eldri olíuknúnir kranar og er það í samræmi við umhverfisstefnu Eimskipafélagsins, sem miðar að því að lágmarka kolvtísýringsútblástur í starfseminni, að því er segir í fréttatilkynningu.

Annar kraninn verður staðsettur í Mjóeyrarhöfn en hinn á Grundartanga og mun sá síðarnefndi meðal annars verða nýttur til að þjónusta álver Norðuráls.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK