Klára komusalinn í ágúst

Örtröð í Leifsstöð fyrir nokkrum dögum.
Örtröð í Leifsstöð fyrir nokkrum dögum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Framkvæmdum í komusal Keflavíkurflugvallar verður líklega lokið um seinni hluta ágústmánaðar. Upphaflega stóð til að klára verkið í þessum hluta flugstöðvarinnar áður en aðalferðamannatímabilið hófst. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista þar sem jafnframt segir að tafirnar á verklokum megi skrifa á verktakann sem sinnir framkvæmdunum. 

Í vikunni verður hins vegar verslun 10-11 í komusalnum færð og um leið á að verða rýmra um sölubása og farþega á svæðinu. Í frétt Túrista er bent á að það geti verið ruglingslegt fyrir farþega að lenda í Keflavík og koma beint út á þéttskipað vinnusvæði.

Þessa dag­ana fer mik­ill fjöldi ferðamanna um Kefla­vík­ur­flug­völl þar sem hápunktur ferðasumarsins er í júlí og ágúst. Líkt og fram hefur komið hafa raðir myndast við ör­ygg­is­leit brott­far­arfarþega á álagstímum. Í tilkynningu frá Isavia kom fram að ástæður tafanna væru meðal ann­ars upp­setn­ing á nýj­um ör­ygg­is­leit­ar­lín­um, þjálf­un starfs­fólks og mik­ill fjöldi ferðamanna um stöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK