Pítsa, kók og skattupplýsingar

Erfitt er að vinna á fastandi maga og pítsur hafa …
Erfitt er að vinna á fastandi maga og pítsur hafa því verið pantaðar. mbl.is/Golli

Fjölmiðlar hreiðruðu snemma um sig í húsnæði Ríkisskattstjóra við Laugarveg í morgun þegar álagningarskrár voru lagðar fram en þær verða opnar í fjórtán daga.

Venju samkvæmt verða á morgun gefin út svokölluð tekjublöð en líkt og mbl hefur áður greint frá verður t.d. Tekjublað Frjálsrar verslunar með upplýsingum um skattgreiðslur 3.500 manna sent í prentun í nótt. Blaðamenn hafa því búið sig vel undir langan dag með sælgæti, gosdrykki og pítsur við höndina, líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum.

19 milljarðar til heimila

Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nam alls 276,5 milljörðum króna og hækkaði um 6,1 prósent milli ára en alls fengu 169.240 ein­stak­ling­ar álagðan al­menn­an tekju­skatt og 260.708 fá álagt út­svar. Hinn 31. júlí verða greidd­ir um 19 milljarðar úr rík­is­sjóði til heim­ila. Þar er um að ræða end­ur­greiðslu á of­greidd­um skött­um, barna­bæt­ur og vaxta­bæt­ur.

Þórður Rafn Sig­urðsson, út­gerðarmaður í Vest­manna­eyj­um, er skattakóng­ur Íslands í ár en hann greiddi tæp­ar 672 millj­ón­ir króna í op­in­ber gjöld á síðasta ári. 

Kæru­frest­ur er í 30 daga frá birt­ingu, vilji menn kæra álagn­ing­una.

Blaðamenn gæddu sér á sælgæti yfir lestrinum.
Blaðamenn gæddu sér á sælgæti yfir lestrinum. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK