Alphabet er nýtt móðurfélag Google

AFP

Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google, kynntu endurskipulagningu fyrirtækisins í gær. Þeir hafa stofnað nýtt félag sem nefnist Alphabet og verður móðurfélag nokkurra mismunandi Google félaga.

Undir væng Alphabet verða t.d. Google Ventures, sem mun leggja áherslu á að fjármagna sprotafyrirtæki, Google X, sem mun vinna að tækninýjungum, Google Capital, sem mun fjárfesta í tæknigeiranum til lengri tíma og síðan Google Inc. Undir væng Google Inc verður m.a. Android, Youtube og auglýsingastarfsemi fyrirtækisins.

Þetta á að gera félögunum kleift að vinna að nýjungum og þróa starfsemina að meiri krafti án þess að eiga á hættu að stofna öðrum þáttum samsteypunnar í voða. 

Larry Page og Sergey Brin verða forstjórar Alphabet en Sundar Pichai tekur við sem forstjóri Google. 

Pichai hefur unnið hjá Google frá árinu 2004 og stjórnaði nú síðast vöruþróunardeild fyrirtækisins. Hann hefur smám saman verið að axla meiri ábyrgð á síðustu árum og var t.d. ræðumaður á árlegri vöruþróunarráðstefnu Google fyrr á árinu. 

Í bloggfærslu sem Brin og Sergey skrifuðu í gær á heimasíðu Google segir að Alphabet eigi ekki að verða stórt vörumerki með tengdum vörum. Markmiðið væri að gefa hverju fyrirtæki sjálfstæði til þess að þróa eigin vörumerki.

Frétt CNN Money.

Sundar Pichai
Sundar Pichai AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK