Þeir sem ferðast ekki fá engan afslátt

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það gleymist oft að þeir sem ferðast ekki, fá ekki vörur á afslætti. Þeir sem ferðast lítið eða ekkert á milli landa gera það oft vegna þess að þeir hafa lítið á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugur tekur undir röksemdir sem koma fram í bréfi frá Félagi atvinnurekenda til fjármálaráðherra um pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar á netinu.

Í bréf­inu seg­ir að markaðsher­ferðir Frí­hafn­ar­inn­ar, þar sem vak­in er at­hygli á þess­ari þjón­ustu, séu þátt­ur í afar óeðli­legri sam­keppni rík­is­ins við versl­un­ar­fyr­ir­tæki í land­inu. Rekst­ur Frí­hafn­ar­inn­ar fari sí­fellt lengra út fyr­ir það sem telj­ast megi eðli­leg skil­grein­ing á „frí­hafn­ar­versl­un fyr­ir ferðamenn“

Frétt mbl.is: Fríhöfnin komin út fyrir efnið

„Ég man í fljótu bragði ekki eftir jafn stórri komufríverslun í þeim löndum sem að ég hef ferðast til. Þetta er allt að því séríslenskt fyrirbæri sem mismunar þegnum landsins,“ skrifar Guðlaugur á Facebook.

„Með þessu fyrirkomulagi er ríkið í beinni samkeppni við verslunina í landinu. Smásöluverslun er ekki eitt af því sem hið opinbera á að sinna,“ segir hann og bætir við að nær væri að létta álögum af verslunni í stað þess að ríkið sé að færa út kvíarnar á þessu sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK