Starfsmannafjöldinn tvöfaldast á einu ári

Starfsmenn Tempo.
Starfsmenn Tempo. Mynd/Tempo

Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Tempo, dótturfyrirtæki Nýherja, ráðið til sín 16 nýja starfsmenn og hefur fjöldi starfsmanna tvöfaldast á einu ári. Félagið var aðskilið frá öðru dótturfélagi Nýherja fyrr á þessu ári til að styrkja upp­bygg­ingu Tempo sem vörumerk­is á er­lend­um vett­vangi.

Haft er eftir Ágústi Einarssyni, framkvæmdastjóra félagsins, í tilkynningu að mikill vöxtur hafi verið undanfarið. „Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og við horfum björtum augum á framtíðina samhliða auknum áhuga og tækifærum á hinum alþjóðlega markaði”, sagði Ágúst. „Að sama skapi hefur verið lögð mikil áherslu á að ráða í lausar stöður á jafnréttisgrundvelli og þar af leiðandi höfum við hvatt konur, jafnt sem karla til að sækja um.”

Fleiri en 6.000 fyr­ir­tæki í meira en 100 lönd­um nota Tempo hug­búnaðinn, en velta félagsins í kringum Tempo hugbúnaðinn var 740 milljónir á síðasta ári. Félagið sérhæfir sig í þróun á verkefna- og eignasafnsstjórnunarlausnum og viðbótum fyrir JIRA kerfið frá Atlassian og starfa nú 73 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir