Tempo með 300 milljóna tekjur

Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo.
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo.

Tekjur hugbúnaðarfyrirtækisins Tempo jukust um 54 prósent á öðrum ársfjórðungi. Heildartekjur félagsins námu 2,25 milljónum dollara á tímabilinu, eða 300 milljónum króna.

Í tilkynningu segir að tekjuaukningu megi rekja til aukinnar sölu á viðbótinni Tempo Planner, sem jókst um 122 prósent á milli ára, og Tempo Folio, sem jókst um 106 prósent frá fyrra ári. Að sama skapi hafi verið áframhaldandi vöxtur á skýjaþjónustu Tempo, sem jukust um 54 prósent samanborið við síðasta ár.

„Við höfum fylgt sterkum fyrsta ársfjórðungi eftir með góðum öðrum ársfjórðungi, sem var í takt við okkar áætlanir,” er haft eftir Ágústi Einarssyni, framkvæmdastjóra Tempo, í tilkynningu. „Með áherslu á endurbætur á lausnum okkar, nýsköpun og innleiðingu skýja- og snjallsímalausna, gerum við ráð fyrir enn betri árangri á þessu ári.”

Tempo hugbúnaðurinn er hannaður og þróaður af Tempo ehf. Fyrirtækið er dótturfélag Nýherja og nýlega tilkynnti stjórn Nýherja um fyrirhugað söluferli á 25 prósent eignarhlut í Tempo.

Hjá fyrirtækinu starfa 73 manns og eru starfsstöðvar þess á Íslandi og í Kanada.

Tempo sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði verkefna- og eignasafnsstjórnunarlausna (PPM) fyrir JIRA kerfið frá Atlassian.

Viðskiptavinir Tempo eru af öllum stærðum og gerðum og meira en 6000 fyrirtæki í yfir 100 löndum nota hugbúnaðarlausnir Tempo, þar á meðal Disney, eBay, Amazon, AT&T, Oracle, BMW, Dell og Pfizer.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK