Sérfræðingar funda við fyrsta tækifæri

Til stóð að fara yfir stöðuna sem upp er kom­in …
Til stóð að fara yfir stöðuna sem upp er kom­in eft­ir að Rúss­ar settu inn­flutn­ings­bann á sjáv­ar­af­urðir frá Íslandi mbl.is/Helgi Bjarnason

Í framhaldi af símafundi Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, og Frederica Mogherini, utanríkismálastjóra ESB, funduðu embættismenn með fulltrúum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins í dag um þá stöðu sem upp er komin á Íslandi í kjölfar hefndaraðgerða Rússa

Líkt og mbl hefur áður greint frá stóð til að fara yfir stöðuna sem upp er kom­in eft­ir að Rúss­ar settu inn­flutn­ings­bann á sjáv­ar­af­urðir frá Íslandi og m.a. voru tollaí­viln­an­ir til umræðu á fund­in­um.

Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn mbl segir að staða mála hafi verið útlistuð á fundinum og að skipst hafi verið á upplýsingum.

Sammælst var um að sérfræðingar frá Íslandi og sjávarútvegs- og utanríkisskrifstofum Evrópusambandsins myndu í kjölfarið funda eins fljótt og kostur væri.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK