Álag á íslenskum sendiráðum

Geir Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Mikið álag hefur verið ...
Geir Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Mikið álag hefur verið á bandaríska sendiráðinu. mbl.is/Ómar óskarsson

Á síðustu dögum hafa yfir tvö hundruð manns sett sig í samband við sendiráð Íslands erlendis og ýmist lýst því yfir að þeir séu hættir við ferðir til landsins eða hættir að kaupa íslenskar vörur í mótmælaskyni við samþykkt Reykjavíkurborgar um að hefja undirbúning að sniðgöngu á ísraelskum vörum.

Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist vita til þess að a.m.k. einn hópur hafi afpantað ferð til landsins vegna þessa en hins vegar segjast margir aðrir ætla að hætta við Íslandsferð.

Hún segir meirihlutann vera í Bandaríkjunum en sendiráðum Íslands í Frakklandi og Rússlandi hafa einnig borist fjölmargar kvartanir. 

Utanríkisráðuneytið hefur ekki enn fengið það staðfest frá bandarískum verslunum að íslenskar vörur hafi verið teknar úr sölu þrátt fyrir að hafa haft spurnir af því.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir