Sigmundur einn merkasti femínistinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Golli

Á vefsíðu Financial Times gefst lesendum færi á að velja merkasta karlkyns femínista samtímans. Tímaritið hefur þrengt úrtakið niður í tíu einstaklinga til þess að auðvelda lesendum valið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er einn þeirra er komast á blað.

Þar er hann í hópi manna á borð við Rirchard Branson, stofnanda Virgin Group, og nefnir FT að hann hafi barist ötullega fyrir jafnrétti í gegnum tíðina og að um fjörutíu prósent stjórnenda fyrirtækisins séu konur auk þess sem starfsmönnum býðst árslangt feðraorflof.

Þá er Matt Groening, höfundur Simpson- og Futurama-þáttanna einnig á listanum og er bent á að hann eigi heiðurinn að femínískum goðsögnum á borð við Lisu Simpson og Leelu úr Futurama. 

Allir á listanum eiga það sameiginlegt að hafa barist fyrir jafnrétti á einn eða annan hátt.

Útrýma launamun og jafna hlut kvenna í fjölmiðlum

Í nánari útlistun FT á þeim mönnum sem valdir voru á listann kemur fram að Sigmundur Davíð sé merkisberi HeForShe-herferðarinnar. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur þó líklega verið meira áberandi í tengslum við það verkefni en hann er m.a. sá sem tók við HeForShe-verðlaunum UN Women fyrir hönd Íslands í sumar. Verðlaunin voru veitt því landi sem hefur staðið sig best í að fá karla og drengi til liðs við jafnréttisbaráttuna.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra er hins vegar einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiðir verkefni HeForS­he, er nefn­ist IMPACT 10x10x10Verk­efnið var fyrst kynnt í janú­ar á World Economic For­um í Dav­os. Leiðir það sam­an leiðtoga 10 þjóða, 10 fyr­ir­tækja og 10 mennta­stofn­ana um all­an heim.

Leiðtog­arn­ir þrjátíu hafa skuld­bundið sig til þess að tak­ast á við mis­mun­andi þætti kynjam­is­rétt­is. Skuld­bind­ing­ar Íslands snúa meðal ann­ars að því að út­rýma launamun á Íslandi fyr­ir 2022, jafna hlut kynj­anna í fjöl­miðlum fyr­ir 2020 og fá fleiri karla til liðs við jafn­rétt­is­bar­átt­una, bæði á Íslandi og á alþjóðavett­vangi.

Í grein FT segir einmitt að Sigmundur vilji útrýma launamun á Íslandi og jafna hlut kynjanna í fjölmiðlum.

Það er einungis á færi áskrifenda FT að raða fólki á listann en hér er hægt að gera það.

Hér má sjá nánari útlistun á þeim sem komust á blað.

Sigmundur Davíð kemst á lista blaðamanns Financial Times.
Sigmundur Davíð kemst á lista blaðamanns Financial Times. Skjáskot af vefsíðu Financial Times
mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir