Fáfnir með nýjan samning á Svalbarða

Frá sjósetningu skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi.
Frá sjósetningu skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi. Ljósmynd/Fáfnir

Íslenska félagið Fáfnir Offs­hore hefur gert samning upp á 18 milljónir norskra króna, 277 milljónir íslenskra króna, við sýslumannsembættið á Svalbarða um leigu á skipinu Pol­ar­sysse en það er fyrsta ís­lenska sér­hæfða skipið sem sinn­ir ör­ygg­is- og olíuþjón­ustu á norður­slóðum.

Um nýjan samning er að ræða en skipið hefur verið að störfum fyrir sýslumannsembættið á Svalbarða áður. Fjárframlög til Svalbarða voru kynnt í gær þegar fjármálaráðherra Noregs lagði fram fjárlagafrumvarp Noregs fyrir næsta ár.

Fjallað er um þetta í Svalbardsposten. Þetta þýðir að hægt er að framlengja samninginn við Fáfni um leigu á skipinu sem mun styrkja starfsemina á þessum slóðum. Sýslumaðurinn, Kjerstin Askholt, fagnar þessu í viðtali við blaðið.

Frétt Svalbardsposten

Frétt mbl.is um Fáfni

Dýrasta skip Íslands sjósett

Horn kaupir þriðjungshlut í Fáfni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK