Andri selur Heimshótel

Mynd/Radisson Blu 1919

Andri Már Ingólfsson hefur samþykkt kauptilboð Eikar í allt hlutafé Heimshótela, eignarhaldsfélags Hótels 1919, samkvæmt fréttatilkynningu. Þar segir að fjöldi aðila hafi óskað eftir að kaupa hótelið undanfarna 18 mánuði. Að lokum hafi verið ákveðið að ganga til samninga við Eik, en félagið á aðliggjandi eignir að Hóteli 1919.

„Ekki hefur verið gengið frá kaupunum, en kauptilboð hefur ferið  samþykkt. Kaupverðið er trúnaðarmál. Við val á kaupanda var haft í huga að um trausta aðila er að ræða, enda skiptir máli fyrir seljanda að tryggja það að hótelið verið áfram rekið með þeim glæsibrag sem verið hefur raunin síðustu 10 ár,“ segir ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK