Endurskoða starfsemi RÚV

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst koma á fót vinnuhóp sem á að leggja drög að þingsályktunartillögu um starfsemi RÚV sem gæti verið lögð fyrir Alþingi í vor.

Hann vonast til þess að þannig verði hægt að hefja umræðu og svara spurningum um framtíðarhlutverk Ríkisútvarpsins. Hvort sem niðurstaðan verði breyting á þjónustusamningi eða lögum. Illugi sagði mikilvægt að skoða hvernig best sé hægt að verja þau mikilvægu gildi sem RÚV sé ætlað að standa vörð um.

Ósjálfbær rekstur frá stofnun

Niðurstöður skýrslu um starfsemi og rekstur RÚV frá árinu 2007 voru kynntar á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Þar kemur fram að rekstur RÚV hafi ekki verið sjálfbær frá stofnun félagsins árið 2007 og hefur rekstrarkostnaður að jafnaði verið um 5,4 milljarðar króna á ári, en það er t.a.m. um 1,8 milljarði króna hærri rekstrarkostnaður en hjá 365.

Áætlaður heildarkostnaður næsta árs er 5,6 milljarðar króna.

Rætt var við fjölda aðila við gerð skýrsl­unn­ar og má þar nefna Magnús Geir Þórðar­son, út­varps­stjóra, Önnu Bjarn­eyju Sig­urðardótt­ur, fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar-, fjár­mála- og tækni­sviðs RÚV, Pál Magnús­son, fyrr­ver­andi út­varps­stjóra, og Sæv­ar Frey Þrá­ins­son, for­stjóra 365 Miðla.

Nefnd­ina skipuðu Eyþór Lax­dal Arn­alds, fram­kvæmda­stjóri, sem var formaður nefnd­ar­inn­ar, Guðrún Ögmunds­dótt­ir sér­fræðing­ur í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti og Svan­björn Thorodd­sen hjá KPMG.

Grundvöllur upplýstrar umræðu

Illugi sagði ljóst að fólk myndi draga mismunandi ályktanir af þessum gögnum. „En til þess er leikurinn gerður,“ sagði hann.

Illugi sagði að forsvarsmenn RÚV hefðu að undanförnu unnið gott starf við að koma tökum á reksturinn og sagðist vonast til þess að þeirri vinnu yrði haldið áfram. Hann sagði mikilvægt að umræða um það færi fram á traustum grunni og á skýrslan ætti að hjálpa þar til.

Svanbjörn Thoroddsen, einn skýrsluhöfunda, tók undir þetta og vísaði til þess að skuldir félagsins ættu nú að fara lækka að einhverju marki í fyrsta sinn, vegna sölu á byggingarrétti í Efstaleiti, en það á a.m.k. að leiða til lækkunar skula um 1,5 milljarða króna.

Ríkisútvarpið í Efstaleiti.
Ríkisútvarpið í Efstaleiti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK