Vodafone kemur dreifikerfinu til varnar

mbl.is/Ómar

Vodafone segir „meinta úrelta tækni“ sem rætt er um í skýrslu RÚV vera útbreiddustu og mest nýttu sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag, sér í lagi hjá fjölmiðlum í almannaeigu enda geri hún ekki kröfu til viðbótar kostnaðar hjá notendum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér vegna nýrrar skýrslu um starfsemi og rekstur RÚV.

Í mars 2013 gerði RÚV samning við Vodafone um dreif­ingu sjón­varps-og út­varps­efn­is að und­an­gengnu útboði. Samn­ing­ur­inn er til 15 ára og nú­virt skuld­bind­ing vegna samn­ings­ins nem­ur 4 millj­örðum króna. Í skýrslunni segir að samningurinn hafi reynst RÚV „dýrkeyptur“ og að fjármunirnir hefðu nýst betur í að ljósleiðaravæða landsið.

Vodafone ítrekar að upplýsingagjöf félagsins um umræddan samning hafi verið vönduð og skýr. Þá segir að félagið hafi fengið staðfest hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins sé hvorki til skoðunar né rannsóknar þar.

Bent er á að samningurinn taki ekki einungis til uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps, heldur sjái Vodafone einnig um rekstur langbylgjurása RÚV og rekur tæplega 200 FM senda um allt land. 

Allir buðu samkvæmt gefnum forsendum

Í skýrslunni er bent á að tæknin bjóði hvorki upp á gagn­virkni, In­ter­net né sé hún besta eða ódýr­asta lausn. Áætlað er að a.m.k. 90% lands­manna nái út­send­ing­um sjón­varps í gegn­um dreifi­kerfi annarra en RÚV, sem byggja á In­ter­net tækni.

Þá segir að krafa um 99,8% dreif­ingu kerf­is­ins sé langt um­fram kröfu um dreif­ingu al­mannaþjón­ustumiðla í öðrum dreif­býl­um lönd­um eins og Nor­egi og Bretlandi.

Vodafone vísar til þessa og segir alla þátttakendur í útboðinu hafa miðað við gefnar forsendur um 99,8 prósent dreifingu og bætir við að sífellt fleiri lönd séu að nýta sér þessa tæni, sem kallast DVB-T2, og fór fyrst í loftið í Bretlandi 2010.

Ríkisútvarpið í Efstaleiti.
Ríkisútvarpið í Efstaleiti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK