Jólagjöfin í ár: Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól

Jólagjafavalnefndin 2015 . Frá vinstri á mynd: Sævar Kristinsson, rekstrarráðgjafi …
Jólagjafavalnefndin 2015 . Frá vinstri á mynd: Sævar Kristinsson, rekstrarráðgjafi hjá KPMG, Bald- vina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, Vala Höskuldsdóttir, tónlistarkona, Harpa Theodórsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu og Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), tónlistarmaður.

Jólagjöfin í ár er þráðlausir hátalarar eða heyrnartól að mati Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Á undanförnum árum hefur notkun og útbreiðsla snjalltækja ýmiskonar aukist til muna á sama tíma og geta þeirra til að miðla til okkar afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum. „Nú er svo komið að með tækniframförum og tilkomu tónlistarveita, rafbóka, hlaðvarpa og streymissíða hafa menningarsinnaðir tæknineytendur óendanlega uppsprettu dægradvalar í lófa sér,“ segir í umfjöllun um ákvörðun jólagjafavalnefndarinnar. „Símar og spjaldtölvur hafa í kjölfarið tekið við því hlutverki að vera gáttir okkar að menningu og afþreyingu, hvort sem er heima eða að heiman. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hljómburður snjalltækja veitir notandanum sjaldan færi á að njóta hljóðgæða hins stafræna efnis til fulls eða að deila upplifuninni með nærstöddum svo sómi sé að. Jólagjöf ársins 2015 er því: „Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól“.“

Með þráðlausum hátölurum eða heyrnartólum er hægt að njóta tónlistar, bókmennta eða kvikmynda í meiri gæðum en ella, segir í umfjöllun Rannsóknarseturs verslunnarinnar. Í dag kjósa neytendur í meiri mæli vegleg heyrnartól sem bjóða upp á mikil hljómgæði umfram smærri og nettari heyrnartól. Þráðlaus heyrnartól gefa notandanum færi á að njóta efnisins í einrúmi eða þegar taka þarf tillit til nærstaddra á meðan þráðlausir hátalarar veita möguleika á að deila upplifuninni með fjölskyldu og vinum.

Fallegir og ekki alltaf dýrir

<div data-canvas-width="483.2525173333334">Rétt eins og snjalltækin eru hátalarar eða heyrnartól af þessu tagi þeirrar náttúru gædd að hægt er að taka þau með sér hvert á land sem er, eða njóta heima. „Búast má við því að þeir þráðlausu hátalarar eða heyrnartól sem rati í jólapakkana í ár fylgi með í ferðalög og sumarbústaði á nýju ári eða stytti eigandanum stundir við vinnu og störf. Hátalararnir eru einnig margir hverjir fallegir á að líta og geta þannig jafnframt glatt augað. Búnaður sem þessi fæst á afar breiðu verðbili og því ætti fólk ekki að vera í vanda með að finna tæki sem gleður bæði viðtakanda og budduna.“</div><div data-canvas-width="483.2525173333334"></div><div data-canvas-width="483.2525173333334">Jólagjafir fyrri ára:</div> <div data-canvas-width="33.208666666666666">2006: Ávaxta- og grænmetispressa</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2007: GPS staðsetningatæki</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2008: Íslensk hönnun</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2009: Jákvæð upplifun</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2010: Íslensk lopapeysa</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2011: Spjaldtölva</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2012: Íslensk tónlist</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2013: Lífstílsbók</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2014: Nytjalist</div><div data-canvas-width="33.208666666666666">2015: Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK