Hækka vegna slæmrar afkomu

VÍS hefur hækkað ökutækjatryggingar.
VÍS hefur hækkað ökutækjatryggingar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ökutækjatryggingar hjá VÍS hafa verið hækkaðar vegna þess að tryggingarnar hafa ekki staðið undir sér um nokkurt skeið. 

„Iðgjöld einstakra trygginga eru ekki hækkuð umfram vísitölu fyrr en í fulla hnefana, það er að segja þegar ekki eru taldar líkur á að tjónum viðkomandi tryggingar fækki eða kostnaður af þeim minnki,“ segir í svari VÍS við fyrirspurn mbl um ástæður hækkunarinnar.

Hækkunin mun ganga jafnt og þétt í gegn samhliða endurnýjun trygginga hvers og eins viðskiptavinar en mismunandi er hvenær ársins þær endurnýjast. 

Allt að 10% hækkun

Í bréfi sem VÍS sendi einum viðskiptavini segir að iðgjald bílrúðu- og kaskótrygginga hækki um tíu prósent vegna slæmrar afkomu. Þá hækki iðgjald lögboðinnar ökutækjatryggingar um allt að átta prósent umfram vísitölu. Einnig vegna slæmrar afkomu.

Í afkomutilkynningu VÍS vegna fyrstu níu mánaða ársins sagði að umtalsvörður vöxtur í tjónatíðni á tímabilinu hefði valdið því að tjónakostnaður hefði aukist meira en sem nemur hækkun iðgjalda. Af­koma af öku­tækja­trygg­ing­um sem telja um helm­ing af iðgjöld­um fé­lags­ins, var talin óviðun­andi á öll­um fjórðung­um rekstr­ar­tíma­bils­ins.

Þurfa að standa undir sér

VÍS segir iðgjöld og afslætti vera í sífelldri endurskoðun til að bregðast við breytingum á fjölda tjóna og kostnaði af þeim. „Vegna fjölgunar tjóna og hærri bóta hafa ökutækjatryggingar hjá VÍS ekki staðið undir sér um nokkurt skeið. Hækkun á iðgjaldi þeirra endurspeglast í því og tekur aðeins til þessara trygginga,“ segir VÍS.

„Eðli máls samkvæmt þurfa ökutækjatryggingar eins og aðrar tryggingar að standa undir sér þannig að iðgjöld þeirra dugi fyrir tjónum sem greiða þarf út,“ segir í svari VÍS.

„Því miður hefur sú ekki verið raunin en að sama skapi eru iðgjöld lækkuð þegar aðstæður leyfa.“

Tveggja milljarða hagnaður

Hagnaður VÍS á fyrstu níu mánuðum ársins var tæp­ir 2 millj­arðar króna og nam arðsemi eig­in fjár 17,4 prósentum á árs­grunni. Góð af­koma skýrist af góðri ávöxt­un fjár­fest­inga­eigna.

Fjár­fest­inga­starf­sem­in gekk vel á ár­inu og var já­kvæð af­koma af öll­um eigna­flokk­um. Ávöxt­un skulda­bréfa hef­ur verið góð og eins hef­ur hluta­bréfa­safn fé­lags­ins skilað ágætri af­komu það sem af er ári. Hluti af fjár­fest­inga­eign­um, viðskipta­kröf­um og inn­lán­um er í er­lendri mynt.

VÍS segir miklu muna um auk­inn tjónaþunga vegna óveðurs á …
VÍS segir miklu muna um auk­inn tjónaþunga vegna óveðurs á fyrri hluta árs­ins og veru­lega aukn­ingu tjóna­kostnaðar í öku­tækja­trygg­ing­um mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK