Tafir kostuðu 2,5 milljarða

Stjórnvöld tóku ákvörðun árið 2009 um að draga sig að …
Stjórnvöld tóku ákvörðun árið 2009 um að draga sig að stærstum hluta út úr fjármögnun Íslandsbanka og Arion banka sem stofnaðir voru í árslok 2008. Mbl.is/Ómar

Ríkissjóður fær ekki bættan 2.427 milljóna vaxtakostnað sem féll á hann í tengslum við stofnun Arion banka.

Ástæðuna segir fjármála- og efnahagsráðuneytið vera þá að það hafi tekið Fjármálaeftirlitið langan tíma að veita Kaupskilum, félagi sem að fullu er í eigu slitabús Kaupþings, heimild til að fara með ráðandi eignarhlut í Arion banka, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem Morgunblaðið sendi því. Þar var leitað svara við því af hverju hluti þess vaxtakostnaðar sem ríkið hafði lagt út fyrir vegna stofnunar Arion banka og Íslandsbanka fékkst ekki greiddur af Kaupþingi og Glitni þegar samið var um að slitabúin eignuðust ráðandi hluti í bönkunum tveimur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK