„Ég er ekkert desperat“

Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365.
Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyrir rúmum tveimur árum gerði Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365, nokkrar athugasemdir við gagnrýni Ara Edwalds, fyrrum forstjóra sama fyrirtækis, á innkomu Netflix á íslenska markaðinn.

Jón birti í gær færslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki vita hversu mikið fagnaðarefni Netflix væri fyrir íslenska neytendur. Hann viðraði áhyggjur af framtíð íslenskrar efnisframleiðslu hjá miðlum á borð við 365.

Líkt og DV benti á í október 2013 sögðu þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, þáverandi umsjónarmenn útvarpsþáttarins Tvíhöfða, að Ari gerðist með þessu uppvís um pilsfaldakapítalisma. Þeir sögðu hann ekki fylgja lögmálum markaðarins og vísuðu til þess að aðgengi að Netflix-þjónustunni hér á landi væri eðlilegur hluti markaðarins sem neytendur högnuðust á. 

Nokkuð hefur verið bent á þessi skoðanaskipti á samfélagsmiðlum í gær og í dag og svaraði Jón gagnrýnisröddum á Facebook í gærkvöldi. Þar sagði hann áhyggjurnar ekki vera af eigingjörnum ástæðum eða vegna þess að hann sé að vinna hjá tilteknu fyrirtæki. „Sjónvarpsstöðvar í dag standa á svipuðum tímamótum og vídeóleigur fyrir nokkrum árum,“ sagði Jón. 

„Ég er ekkert desperat. Og ég er ekki að væla neitt, bara að vekja athygli á þessu. Ég útiloka ekki að þetta verði allt í lagi og eitthvað frábært gerist í tækni- og bissnessheimum sem færi okkur meira af vönduðu, innlendu efni. En ég tel líklegra og lógískara að slíkt fari minnkandi og þeir Íslensku þættir sem gerðir verði verði gerðir þannig að þeir höfði meira til útlenskra áhorfenda en íslenskra og missi þannig soldið inntak sitt og verða ekki eins lókal,“ segir Jón Gnarr.

Varðandi póstinn minn fyrr í dag og viðbrögð við honum þá langar mig að árétta nokkur atriði. Ég elska sjónvarp og hef...

Posted by Jón Gnarr on Thursday, January 7, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK