Icesave greitt að fullu

Þrotabú gamla Landsbankans hefur gert upp Icesave-kröfurnar.
Þrotabú gamla Landsbankans hefur gert upp Icesave-kröfurnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabankinn veitti í gær slitabúi gamla Landsbankans undanþágu frá gjaldeyrishöftum og í kjölfarið voru allar eftirstæðar samþykktar forgangskröfur gerðar upp.

Í tilkynningu á heimasíðu slitastjórnarinnar segir að greiðslan hafi alls numið 210,6 milljörðum króna og var hún greidd í þremur gjaldmiðlum; evrum, dollurum og pundum.

Þessar forgangsköfur mátti að mestu leyti rekja til innistæðna sem Landsbanki Íslands safnaði í úti­bú­um sín­um í Amster­dam ann­ars veg­ar og London hins veg­ar und­ir vörumerk­inu Ices­a­ve.

Kröfuhafar LBI samþykktu í lok nóvember nauðasamning slitabúsins og um miðjan desember veitti Héraðsdómur Reykjavíkur sitt samþykki.

Í lok september náðu Trygg­ing­ar­sjóður inn­stæðueig­enda og fjár­festa, Hol­lenski seðlabank­inn og Breski inn­stæðutrygg­inga­sjóður­inn samn­ing­um um lo­ka­upp­gjör Icesave. Samn­ing­ur­inn fól í sér að TIF greiddi mótaðilum sín­um sam­tals 20 millj­arða ís­lenskra króna. Fjár­hæðin var greidd með hluta þeirra fjár­muna sem voru þegar til staðar í B deild tryggingasjóðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK