Lítil áhrif refsiaðgerðanna á Rússa

AFP

Refsiaðgerðir vestrænna ríkja munu hafa lítil áhrif á efnahag Rússlands í ár eftir að haft töluverð áhrif í fyrra. Hins vegar munu langtímaáhrifin verða meiri. Þetta kemur fram á vefnum EuObserverþar sem vísað er til ummæla yfirmanns í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Brussel í gær.

Refsiaðgerðirnar, sem var komið á af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um mitt ár 2014, urðu til þess að samdráttur í hagkerfi Rússa meiri í fyrra en ella hefði verið, að sögn mannsins sem starfar í bandarísku utanríkisþjónustunni. Hann er hins vegar ekki nefndur á nafn í frétt EuObserver. Samdrátturinn nam 4% í Rússlandi í fyrra. Við eðlilegar aðstæður hefði hagvöxturinn geta verið 5%. 

En helsta ástæðan fyrir samdrættinum var verðlækkun á olíu. Eins höfðu breytingar á yfirbyggingu hins opinbera og að dregið hefur úr ríkisafskiptum stórfyrirtækja meiri áhrif en refsiaðgerðirnar.

Áhrifin verða mun minni í ár, segir embættismaðurinn. Hann segir að áhrifin hafi verið mikil í fyrstu en síðan hafi dregið hratt úr þeim. Refsiaðgerðunum er ekki ætlað að varpa Rússum fram af bjargbrúninni þrátt fyrir að einhverjir á Bandaríkjaþingi vilji að svo sé. Refsiaðgerðunum er ætlað að veita stjórnvöldum rými til þess að endurskoða aðgerðir og ákvarðanir sínar.

Frétt EuObserver í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK