Fá brot af skuldinni greitt

Slitabú Kaupþings fær greidd 400 þúsund pund, 75 milljónir, af þeim 547 milljónum punda, 102 milljörðum króna, sem Moises Gertner skuldaði bankanum. Kaupþing lánaði honum og bróður hans gríðarlegar fjárhæðir skömmu fyrir fall bankans.

Í frétt Jewish Chronicle frá því um miðjan desember kemur fram að góðgerðarstofnanir gyðinga og einstaklingar hafi tapað milljónum punda þegar gerðir voru nauðasamningar við breska gyðinginn og kaupsýslumanninn Moises Gertner.

Alls námu skuldir Gertners 600 milljónum punda, 112 milljörðum króna, við 31 kröfuhafa. Í samkomulagi sem gert var við nauðasamninga kemur fram að Gertner muni greiða þeim 500 þúsund pund, sem svarar til 93 milljóna króna.

Líkt og fram kom á mbl.is árið 2011 virðist sem Robert Tchenguiz, sem var stærsti einstaki skuldari Kaupþings þegar bankinn fór í þrot hafi haft milli­göngu um að leiða sam­an Kaupþing og bræðurna Mendi og Moises Gertner. Þeir áttu fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Crosslet Vale, sem í júní 2008 fékk 15 millj­arða króna lán frá Kaupþingi til kaupa á hluta­bréf­um í bank­an­um. Þessi bréf voru aldrei seld og voru því enn í fé­lag­inu við fall bank­ans.

Þegar greint var frá kaupum Gertner á hlutabréfum í Kaupþingi 12. júní 2008 sagði Sigurður Einarsson:

„Ég held að þau sjái fyrst og fremst góða hagnaðarvon með þessari fjárfestingu,“ segir Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings um nýja hluthafa, Gertner-fjölskylduna, sem keyptu 2,5% í bankanum í gær.

„Stærstu viðskiptin fóru fram á genginu 750 og í heild námu kaupin tæpum 15 milljörðum króna. Sigurður segir að flest bréfin hafi verið í eigu Kaupþings sjálfs.

Gertner-fjölskyldan er umsvifamikil í viðskiptum með olíu, námur, lóðir og fjármálafyrirtæki. Hún býr í London en kemur upprunalega frá Venesúela í Suður-Ameríku. Er þetta í fyrsta skipti sem fjölskyldan fjárfestir á Íslandi,“ segir í frétt Morgunblaðsins frá þessum tíma og mbl.is.

Í frétt JC kemur fram að næst stærsti lánardrottinn Gertner er fjármálafyrirtækið CFL CFL Finance Limited Group sem er í eigu Ísraela. Alls skuldaði Gertner þeim 11 milljónir punda.

Í samkomulagi sem allir kröfuhafar, fyrir utan tvo, samþykktu kemur fram að Gertner muni greiða 0,07 pens fyrir hvert pund sem hann skuldar kröfuhöfunum. 

Á fundi með lánardrottnum um miðjan desember samþykktu eigendur 95% skulda Gertners samkomulagið sem lögmenn Gertner lögðu fram á fundinum. Samkvæmt samkomulaginu mun CFL fá 9500 pund, 1,8 milljónir upp í skuldina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK