Netflix tekur á hjáleiðum

Netflix er vissulega víða en sama efnið er ekki aðgengilegt …
Netflix er vissulega víða en sama efnið er ekki aðgengilegt alls staðar. AFP

Ýmsar leiðir hafa verið fyrir notendur Netflix utan Bandaríkjanna að fá aðgang að bandarísku útgáfu efnisveitunnar með hjáleiðum. Fyrirtækið er nú byrjað að loka fyrir þessar hjáleiðir í Ástralíu og fleiri löndum en segir að markmiðið sé að allt efni Netflix verði aðgengilegt um allan heim.

Munur er á því hvaða efni Netflix getur boðið upp á í hverju landi fyrir sig vegna réttindamála. Verulegur hluti áskrifenda Netflix notfærir sér hins vegar tæknilegar hjáleiðir eins og staðgengilsþjóna eða VPN-tengingar sem láta það líta út fyrir að þeir séu í öðru landi. Þannig fá þeir aðgang að bandarísku útgáfu Netflix þar sem úrvalið er mest.

David Fullagar, varaforseti efnisveitu Netflix, skrifar í bloggfærslu að það sé forgangsatriði hjá fyrirtækinu að loka fyrir þessar hjáleiðir. Á næstu vikum muni notendur þjónustunnar aðeins geta komist í það efni sem opið er fyrir í þeirra eigin landi. Talið er að breytingarnar hafi áhrif á þúsundir áskrifenda Netflix í Ástralíu og víðar.

„Við höfum náð árangri í að ná réttinum á efni um allan heim en það er enn nokkuð í að við getum boðið fólki sömu bíómyndirnar og sjónvarpsþáttaraðirnar alls staðar. Við hlökkum til að bjóða neytendum allt efnið okkar alls staðar sem geta þá notið Netflix eins og það leggur sig án þess að nota staðgengilsþjóna. Það er markmiðið sem við höldum áfram að vinna að,“ skrifar varaforsetinn. 

Netflix tilkynnti um útþenslu sína til 130 nýrra landa, þar á meðal Íslands, 6. janúar og er þjónustan nú aðgengileg í 190 löndum.

Frétt The Guardian af aðgerðum Netflix

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK