Annað stórt VBS gjaldþrot

Jón Þórisson, fyrrum forstjóri VBS.
Jón Þórisson, fyrrum forstjóri VBS. Steinar H

Gjaldþrotaskiptum á enn öðru dótturfélagi VBS fjárfestingabanka er lokið. Kröfurnar námu alls rúmum milljarði króna og fengust tólf milljónir greiddar þar upp í.

Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag en félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars 2015.

Þetta er eitt af nokkrum dótturfélögum VBS sem voru í fasteignarekstri. Í lok desember lauk skiptum á HK Hús­eign­um ehf. Lýst­ar kröf­ur námu tæp­um þrem­ur millj­örðum króna og upp í þær fékkst engin greiðsla. 

Önnur félög eru Skíri ehf., VBS fast­eign­ir ehf., RA eign­ir ehf., Stór­ás ehf. og Framtíðarleigu ehf. Sam­an­lagt þrot þeirra fé­laga nem­ur hátt í tíu millj­örðum króna. 

VBS eigna­safn ehf., sem áður hét VBS fjár­fest­ing­ar­banki hf., hef­ur verið í slitameðferð frá ár­inu 2010. Í sam­tali við Viðskipta­blaðið á dög­un­um sagði Hró­bjart­ur Jónatans­son, formaður slita­stjórn­ar VBS, að ennþá ætti eft­ir að út­kljá ágrein­ing um nokkr­ar kröf­ur.

Sam­kvæmt hon­um nema lýst­ar kröf­ur í búið alls um 50 millj­örðum króna og talið er að end­ur­heimt­ur verði á bil­inu 13 til 15 pró­sent. Skipt­um verður lík­lega lokið í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK