Plastið verður að kurli

Svipmynd frá endurvinnslu á plasti og tengdri framleiðslu. Á vinstri …
Svipmynd frá endurvinnslu á plasti og tengdri framleiðslu. Á vinstri hönd sést hvernig notað plastefni er unnið niður í plastkurl, sem síðan er brætt og blásið upp í poka, til dæmis fyrir sorp og úrgang.

ÁTVR og Oddi hafa tekið höndum saman í verkefni sem lýtur að endurvinnslu á notuðu plasti sem fellur til í starfsemi ÁTVR. Oddi annast endurvinnslu á plasti úr polyethylene-efni (PE) og notar hráefnið til framleiðslu á burðarpokum og sorppokum.

Oddi hefur fram til þessa aðallega endurunnið hráefni sem fellur til við eigin umbúðaframleiðslu, meðal annars afskurð, rýrnun við innstillingu á vélum. Enn fremur hefur fyrirtækið flutt inn talsvert af endurunnu hráefni, einkum til plastframleiðslu. Oddi getur endurunnið flestar tegundir PE-plast í dag, svo framarlega sem það er hreint og vel flokkað. Í tilviki ÁTVR er einkum um að ræða svokallaða strekkifilmu utan um vörubretti, jafnt glæra sem áprentaða, og allt að 20 tonn á ári, samkvæmt fréttatilkynningu.

Bæði fyrirtækin skrifuðu fyrir skemmstu undir yfirlýsingu um loftslagsmál, ásamt 100 fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Við það tækifæri skuldbundu ÁTVR og Oddi sig til að móta markmið og aðgerðir sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK