Vilja rifta majoneskaupum Kleópötru

Kleopatra Kristbjörg
Kleopatra Kristbjörg Heiðar Kristjánsson

Hæstiréttur hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness að taka til efnismeðferðar vara- og þrautavarakröfu þrotabús Gunnars Majones vegna kaupsamnings Kleópötru Kristbjargar, núverandi eiganda og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, á öllum eigum félagsins.

Kleópatra sat beggja megin borðsins er hún gerði kaupsamninginn. Hún var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Gunnars Majones þegar það var lýst gjaldþrota í júní 2014. Hún er líka stjórnarformaður og eigandi nýja félagsins sem keypti allar eignir fyrirtækisins í mars sama ár.

Í mars 2014 var umræddur kaupsamningur gerður milli félaganna tveggja. Þar voru til sölu öll tæki og tól, helstu upplýsingar úr tölvukerfi s.s. sölusaga síðustu ára, skrifstofubúnaður, heimasíða, markaðsefni, símanúmer og fleira

Þá var einnig seld vörumerkin „Gunnars” og „Gunnars majónes”, öll viðskiptasambönd og viðskiptavild sem og nánar tilgreind vöruheiti og vörunúmer.

Einnig fylgdu sölunni allar uppskriftir, formúlur, aðrar heimildir og gögn sem þyrfti til að framleiða vörur Gunnars majónes hf.

Kaupverðið var 62,5 milljónir króna sem greiddist með útgáfu á skuldabréfi til tíu ára.

Í júní 2014 fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota.

Frétt mbl.is: Gunnars Majones gjaldþrota

Í varakröfunni sem héraðsdómur mun taka fyrir felst krafa um að kaupsamningnum verði rift og að Kleópötru og fyrirtæki hennar verði gert að afhenda og skila þeim eignum, vörumerkjum og uppskriftum sem þarf til að framleiða vörur Gunnars Majónes  gegn afhendingu skuldabréfsins.

Þrautavarakrafan felur í sér að „gjafagerningnum“ sem kaupsamningurinn fól í sér verði rift og að Kleópatra verði dæmd til að greiða þrotabúinu 173 milljóna króna skaðabætur. 

Dómur Hæstaréttar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK