„Fór hreinlega allt á hliðina“

„Þegar þetta fréttist að þetta væri komið á matseðilinn, þá fór hreinlega allt á hliðina,“ segir Sæunn Marinósdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka grænmetisæta á Íslandi, um að nú sé hægt að fá pítsur með vegan-osti hér á landi. Hún segir að lengi hafi verið beðið eftir þessu.

Það var pítsustaðurinn Pizzan sem setti vegan-ostinn á matseðil hjá sér eftir að hafa fengið áskoranir frá vegan-samfélaginu hér á landi og viðtökurnar hafa verið góðar að sögn Hákons Atla Bjarkasonar, rekstrarstjóra. Stefnt sé að því að halda þessu áfram: „Við ætlum að sjá hvort birginn geti annað okkur. Það gæti komið smá pása,“ segir Hákon.

Á vef samtakanna kemur fram að í flestum tegundum af íslenskum osti sé að finna efni sem sem heitir ostahleypir sem sé unninn úr maga ungkálfa og þar af leiðandi ekki í lagi fyrir grænmetisætur. Því segir Sæunn þessa viðbót kærkomna og bætir því við að úrvalið fyrir grænmetisætur hafi stóraukist á síðastliðnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK